Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Eiðar - Hostel & Apartments

- Íbúðir

Eiðar - Hostel & Apartments

Eiðar - Hostel & Apartments er nýuppgert og þægilega staðsett gistirými í hinu sögufræga Eiðarþorpi sem býður upp á kjörinn upphafsstað til að kanna náttúrufegurð og menningu Norðausturlands. Gistiheimilið er staðsett aðeins 13 km frá Egilsstöðum.

Gistiheimilið býður upp á 26 nýuppgerð herbergi með sameiginlegri salerinsaðstöðu og fullbúinni sameiginlegri eldhúsaðstöðu.

Aðkoman að húsinu er mjög góð og nóg af bílastæðum. Hvert herbergi er með handlaug, flatskjá og góðri nettengingu.

Innritun og útritun er snertilaus og fá gestir kóða til að opna herbergin.

Eiðar - Sögufrægur staður

Saga Eiða nær langt aftur en fyrst er getið til Eiða í Droplaugarsona sögu sem á að hafa gerst í kringum aldamótin 1000.

Það var hins vegar þann 20. júní árið 1881 sem ákveðið var að stofna búnaðarskóla á Austurlandi fyrir 24 nemendur. Leit hófst af hentugri jörð fyrir skólann og niðurstaðan var sú að fjárfesta á Eiðum.

Eiðakirkja fylgdi með í þessum kaupum og árið 1886 var ákveðið að endurbyggja kirkjuna og halda henni við þar sem hún var illa farin. Á 20. öldinni var Eiðakirkja smám saman endurnýjuð og stendur enn þann dag í dag við hliðina á Eiðum - Hostel & Apartments.

Árið 1917 var ákveðið að Eiðaskóli yrði alþýðuskóli fyrir Austurland og var hann fyrsti sinnar gerðar á Íslandi, þ.e. fyrsti alþýðuskóli sem stofnaður var með lögum, í eigu hins opinbera og rekinn af opinberu fé. Fyrsta skólasetning Alþýðuskólans fór fram 20. október 1919 og starfaði þar allt til ársins 1995. Þá tók Menntaskólinn á Egilsstöðum yfir starfsemi hans til þriggja ára en þá var skólahald lagt niður á Eiðum.

Eiðar voru lengi vel eins og lítið þorp sem iðaði af lífi með fjölbreytt félagslíf, íþróttir og öflugt tónlistarlíf. Eiðaskóli á stóran og merkan þátt í menningarsögu Austurlands sem spannar yfir rúmlega 100 ár, eða allt fram til 1998 þegar skólahaldi lauk endanlega.

Eiðar - Hostel & Apartments

Eiðar - Hostel & Apartments

Eiðar - Hostel & Apartments Eiðar - Hostel & Apartments er nýuppgert og þægilega staðsett gistirými í hinu sögufræga Eiðarþorpi sem býður upp á kjörin
Eiðar

Eiðar

Eiðar voru stórbýli til forna, höfðingjasetur og kirkjustaður. Eiða er raunar fyrst getið í Droplaugarsona sögu sem á að hafa gerst á söguöld kringum

Aðrir (2)

Eiðar Eiðavellir 6 (Vallnaholt 8) 701 Egilsstaðir 868-4037
Hjartarstaðir Guesthouse Eiðar 701 Egilsstaðir 8993624