Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Berunes

- Gistiheimili

Á Berunesi er að finna eitt elsta Farfuglaheimilið í HI keðjunni auk tjaldsvæðis og veitingastaðar sem opinn er yfir hásumarið. Í eldhúsinu er lögð áhersla á að nýta stað- og árstíðarbundin matvæli frá sjó og landi og barinn býður upp á úrval drykkja frá nálægum brugghúsum.

Hægt er að velja milli herbergja með sameiginlegu baði, leigu á gamla bænum og þægilegra smáhýsa, sem henta sérstaklega vel fyrir fjölskyldur. 

Á svæðinu er úrval gönguleiða á mismunandi erfiðleikastigum og af tindum er útsýni yfir suðurfirðina. Mikið fuglalíf er á svæðinu og einstök steinasöfn á Djúpavogi og Stöðvarfirði. 

Berunes er tilvalinn staður til þess að upplifa allt það sem Austurland hefur uppá að bjóða. Innan við 90 mínutna fjarlægð er Höfn, Egilsstaðir, Vök Böðin, Óbyggðasetrið, Seyðisfjörður og Stuðlagil. 
______

Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu.  

Berunes

Berunes

Á Berunesi er að finna eitt elsta Farfuglaheimilið í HI keðjunni auk tjaldsvæðis og veitingastaðar sem opinn er yfir hásumarið. Í eldhúsinu er lögð áh
Berunes Restaurant

Berunes Restaurant

Í stórfenglegum fjallasal við Berufjörðinn gengt Djúpavogi munu matreiðslumenn okkar galdra fram girnilega og gómsæta rétti innblásna úr matarkistu au
Blábjörg í Berufirði

Blábjörg í Berufirði

Norðan megin í Berufirði er áhugavert náttúrufyrirbæri í fjöruborðinu. Skammt austan við bæinn Fagrahvamm, rís sérkennilegur klettahamar sem er ólíkur
Æðarsteinsviti

Æðarsteinsviti

Æðarsteinsviti stendur á Æðarsteinstanga. Hann dregur nafn sitt af fallegum kletti sem rís uppúr sjónum fyrir utan tangann og heitir Æðarsteinn. Vitin