Austurland: Topp 5
Fjallaleiðsögumaðurinn Skúli Júlíusson hefur gert fjallgöngur að lifibrauði sínu í gegnum gönguhópinn Wild Boys og býður ferðamönnum upp á leiðsögn á austfirsk fjöll.
„Ég er alinn upp í fjallgöngum síðan ég var smápjakkur. Ég er búinn að fara flest fjöllin í bókinni oft, kannski sum alltof oft,“ sagði Skúli í viðtali við fréttavefinn Austurfrétt fyrir stuttu. „Það er erfitt að útskýra hvað dregur mann á fjöllin en við sem stundum þau skynjum einhvern kraft og hleðslu sem maður fær á fjöllunum.“
Í fyrra gaf hann út fjallaleiðsögubókina 101 Austurland – Tindar og toppar, sem innihélt greinargóðar lýsingar á 101 gönguleið á Austurlandi.
Við báðum hann um að velja sínar „topp 5“ gönguleiðir á Austurlandi.