Sumar í HAVARÍ – tónlistarveisla í Berufirði
Svavar og Berglind sem eru stundum kennd við hljómsveitina Prins Póló ætla í samstarfi við Rás 2 að bjóða upp á tónlistarveislu í Berufirði í sumar en þar hefur Ríkisútvarpið aldrei áður hljóðritað tónleika.
04.05.2017
Svavar og Berglind, bændur á Karlsstöðum, sem eru stundum kennd við hljómsveitina Prins Póló ætla í samstarfi við Rás 2 að bjóða upp á tónlistarveislu í Berufirði í sumar en þar hefur Ríkisútvarpið aldrei áður hljóðritað tónleika.
Þau opnuðu í fyrrasumar veitinga- og viðburðarýmið Havarí í gömlu fjárhúshlöðunni. Þar hafa þau staðið fyrir allskonar viðburðum; kvikmyndasýningum, tónleikum, fundum og mannfögnuðum. Þau hafa nú lokið við að setja saman viðburðadagskrá fyrir sumarið og samkvæmt henni má búast við að aðal stuðið verði í Berufirðinum í sumar.