Óbyggðasetur Íslands hlýtur nýsköpunarverðlaun SAF 2016
Óbyggðasetur Íslands er handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2016. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Óbyggðasetrinu verðlaunin við fjölmenna og hátíðlega athöfn á KEX Hostel föstudaginn 11. nóvember.
14.11.2016
Óbyggðasetur Íslands er handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2016. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Óbyggðasetrinu verðlaunin við fjölmenna og hátíðlega athöfn á KEX Hostel föstudaginn 11. nóvember.
Samtök ferðaþjónustunnar afhenda árlega nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar. Verðlaununum er ætlað að hvetja frumkvöðla landsins til dáða í ferðaþjónustu. Þetta er í þrettánda sinn sem SAF veita nýsköpunarverðlaun samstakanna en þetta árið bárust 13 tilnefningar í samkeppninni um verðlaunin.