Mögnuð norðurljós
Norðurljósamyndband sem Hálfdán Helgi Helgason tók af Eskifirði hafa vakið athygli víða. Hann segist hafa verið heppinn með veður þegar hann heimsótti heimaslóðir sínar um hátíðarnar.
19.01.2015
Norðurljósamyndband sem Hálfdán Helgi Helgason tók af Eskifirði hafa vakið athygli víða. Hann segist hafa verið heppinn með veður þegar hann heimsótti heimaslóðir sínar um hátíðarnar.
„Að mynda norðurljósin er áhugamál hjá mér. Ég hef lengi myndað dýr en fékk smá aukastarf sem leiðsögumaður í norðurljósaferðum hér í Tromsö og hef haldið áfram að leika mér að þessu síðan," segir Hálfdán í viðtali hjá vefmiðlinum Austurfrétt. Í fréttinni má sjá myndbandið. Sjón er sögu ríkari!