101 Austurland
Bókin 101 Austurland – Gönguleiðir fyrir alla er væntanleg á markað í júní næstkomandi.
08.05.2020
Bókin 101 Austurland – Gönguleiðir fyrir alla er væntanleg á markað í júní næstkomandi.
Bókin er eftir Skúla Júlíusson og er í stíl við bókina 101 Austurland – Tindar og toppar sem kom út fyrir fjórum árum.
Hér birtast glöggar lýsingar á gönguleiðum á svæðinu frá Vopnafirði suður til Hornafjarðar, hentugum fyrir fjölskyldufólk og ferðamenn sem vilja njóta útivistar í Austfirskri náttúru.
Bókin mun kosta um 5.500 kr. út úr búð, en Bókstafur býður hana í forsölu á tækifærisverði eða 3.500 kr., og mun það gilda fyrir þá sem panta bókina eigi síðar en 15. maí næstkomandi.