Viðfjörður
Einn eyðifjarðanna við Norðfjarðarflóa.
Viðfjörður er syðstur fjarðanna þriggja við Norðfjarðarflóa. Þórbergur Þórðarson skrifaði bókina Viðfjarðarundrin, um mikinn draugagang sem átti sér stað í Viðfirði. Allt fram á síðustu ár hafa menn orðið vrir við undarlegar uppákomur í þessum ævintýralega firði.
Margar fallegar gönguleiðir eru á þessu fallega svæði. Um þriggja klukkustunda stikuð og þægileg gönguleið liggur um Viðfjörð, Stuðla og Barðsnes meðfram sjó. Viðfjarðará er brúuð. Gönguleiðin fylgir að mestu gömlum ófærum vegaslóða. Þá er á þessari leið oft mikið af svartsnigli.