Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sveinsstekksfoss

Sveinstekksfoss, Fossárfoss eða Nykurhylsfoss

Nykurhylsfoss er neðsti fossinn í Fossá. Fossinn er um 15 metra hár og fellur hann niður um þröngt gljúfur þar sem áin kastast til, skiptist í flúðir og hyli og endar að lokum í Nykurhyl sem er um 9 metra djúpur þar sem mest er. 

Vatnssvið Fossár er um það bil 113 km2. Aðalupptökin eru í Líkárvatni, þaðan fellur áin um 20 km leið í yfir 30 fossum út Fossárdal til sjávar í Berufirði. Rennsli árinnar er ákaflega misjafnt eftir árferði og tíðarfari og getur hún á skömmum tíma breyst úr litlum og sakleysislegum læk í hina mestu forynju sem engu eirir.

Mælingar hafa verið gerðar á vatnsrennsli Fossár í yfir 50 ár. Nykurhylur er undir neðsta fossinum. Þar var nykur (Fossbúi), sem lengi var reynt að losna við en það tókst ekki fyrr en skírnarvatni var hellt í ána eftir skírn á bæ í dalnum. Nykur var vatnavera sem birtist oft í gervi hests eða ungs manns. Nykur bjó í vatni og reyndi að draga ungar stúlkur og börn í vatnið til sín. en hann mátti ekki heyra nafnið sitt og ekki þoldi hann að gert væri krossmark. Þá hvarf hann.

Sveinsstekksfoss

Sveinsstekksfoss

Sveinstekksfoss, Fossárfoss eða Nykurhylsfoss Nykurhylsfoss er neðsti fossinn í Fossá. Fossinn er um 15 metra hár og fellur hann niður um þröngt gljúf

Aðrir (3)

Fossárdalur Berufjörður 765 Djúpivogur 820-4379
Nönnusafn Berufjörður 1 765 Djúpivogur 478-8977
Lindarbrekka Guesthouse Lindabrekka 766 Djúpivogur 789-1776