Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Spanarhóll

Spanarhóll er í norðurenda Fjórðungsháls 591 m. Ekið inn Fellin að Refsmýri. Gengið frá skilti utan við Refsmýri upp með Þorleifará ca 0.5 km en síðan sveigt frá ánni og tekin stefna á Hlíðarsel og áfram upp gilið fyrir ofan rústirnar upp á Fjórðung á Fellaheiðinni. Þaðan er greið leið að Spanarhóli. Hólarnir eru fjórir og ætti fólk endilega að ganga að þeim öllum. Einnig er hægt að fara á Spanarhól með því að ganga upp með Ormarsstaðaánni eða frá Fjallsseli upp á brún og svo inn eftir. Hólkurinn er á stærsta hólnum. Spanarhóll er vel þekktur huldufólksstaður en nafnið er líklega dregið af líkingu stuðlanna við tréspæni.

Spanarhóll er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs

GPS : N65°15.588-W14°41.446

Powered by Wikiloc

Spanarhóll

Spanarhóll er í norðurenda Fjórðungsháls 591 m. Ekið inn Fellin að Refsmýri. Gengið frá skilti utan við Refsmýri upp með Þorleifará ca 0.5 km en síðan