Saxa
Saxa er “sjávarhver” við ströndina skamm utan við Lönd. Saxa er sérstakt náttúrufyrirbæri þar sem úthafsaldan gengur inn í klettaskoru og spýtist síðan hátt í loft upp með tilkomumiklum brimgosum. Nafnið dregur Saxa af því að að inni í henni saxast þönglar og þari í smátt og þeytast upp með brimgosunum.