Drangsnes
Frá Gljúfursárfossi sem stendur sunnanmegin í Vopnafirði er merkt gönguleið niður með Gljúfursánni og niður að sjó um Drangsnes.
Að ganga meðfram þverhníptum klettunum er mikil upplifun og lætur fáa ósnortna. Gönguleiðin nær að Krummsholti. þar se, eru vel sjáanlegar ævafornar tóftir frá víkingaöld, að því að talið er. Þar á Þorsteinn uxafótur að hafa búið.
Handan fjarðarins má sjá kauptún Vopnfjarðar sem stendur á tanga sem skagar út í fjörðinn. Tanginn er kallaður Kolbeinstangi.