Aldamótaskógur við Tinnu
Í tilefni aldamóta árið 2000 og 70 ára afmælis Skógræktarfélags Íslands og Kaupþings var stofnað til svokallaðra Aldamótaskóga á fimm svæðum á landinu, einu í hverjum landshluta. Aldamótaárið 2000 gróðursettu sjálfboðaliðar og starfsmenn skógræktarfélaga liðlega 280 þúsundir skógarplantna, eina fyrir hvern Íslending, en Kaupþing lagði til plöntur og áburð.
Plöntur Austurlands voru setta niður í landi Eydala Sumarið 2000 var gróðursettur í landi Eydala við Landnyrðingsskjólbakka. Nokkrum áratugun áður, eða á sjötta áratug 20. aldar, var talsvert gróðursett í þessum sama reit upp við Tinnudalsá og því varð þar til skemmtilegt útivistarsvæði. Falleg merkt gönguleið liggur í gegnum skóginn meðfram Tinnu, út á þjóðveg 1. Við Staðarborg hefur Skógræktarfélag Breiðdæla einnig gróðursett mikið síðustu ár og er þar einnig að verða til útivistarsvæði.