Vattarnesviti
Á Vattarnesi stendur Vattarnesviti en það hefur verið viti á Vattarnesi frá árinu 1912. Appelsínuguli vitinn sem þar stendur í dag var byggður árið 1957. Þægilegar göngueiðir liggja um nesið svo það hentar einstaklega vel til útivistar.
Vattarnes skagar út í mynni Reyðarfjarðar, sunnan megin og á þvi stendur Vattarnesviti. Fyrir tíma Fáskrúðsfjarðarganga lá leiðin á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar um Vattarnes en leiðin þykir einstaklega falleg. Á góðum degi er það vel þess virði að velja lengri leiðina fram yfir göngin.