Hafnarnesviti
Vitinn á Hafnarnesi lætur ekki mikið yfir sér en gönguferð þangað er vel þess virði að fara. Á Hafnarnesi eru heilmiklar minjar um byggð sem lagðist að mestu af á ofan verðri 20. öld en fór alveg í eyði um 1970. Flestir urðu íbúarnir um 100 talsins.
Árið 1939 var Franski spítalinn fluttur út á Hafnarnes og stóð þar um 70 ára skeið. Vegleg byggingin myndar nú kjarnann í frönsku húsaþyrpingunni á Fáskrúðsfirði.