Kirkjubær
Kirkjubær í Hróarstungu var prestsetur til 1956. Kirkjan var reist 1851, stór og stílhrein timburkirkja með prédikunarstól frá tíð Guðbrands Þorlákssonar biskups. Skírnarskálin er með tréumgjörð skorinni af Ríkarði Jónssyni myndhöggvara og altaristaflan er frá 1894. Gripir úr eigu kirkjunnar eru einnig í varðveislu á þjóðminjasafni. Lögferja var við Kirkjubæ.