Mjóifjörður
Í landi sem er þekkt fyrir ósnortna staði sem eru úr alfaraleið, má samt færa rök fyrir því að Mjóifjörður sé sá afskekktasti. Mjóifjörður er 18 kílómetra langur og, eins og nafnið gefur til kynna, mjór. Þorpið í Mjóafirði heitir Brekka og þar eru um 14 manns með fasta búsetu, einstaklingar sem virkilega njóta fámennisins og náttúrunnar. Leiðin til Mjóafjarðar er stórfengleg en hún er aðeins opin í um fjóra mánuði á ári (fer eftir veðri og færð). Annars er einungis hægt að komast til Mjóafjarðar með áætlunarbát frá Norðfirði.
Malarvegurinn sem liggur frá Hringvegi 1 niður í fjörðinn og eftir norðurströnd hans leiðir ferðalanga um marga af merkustu stöðum Mjóafjarðar. Fjörðurinn er skemmtilegt samsafn náttúrufyrirbæra og söguminja sem saman segja áhugaverða sögu. Einn þekktasti segullinn í Mjóafirði er Klifbrekkufossar, sem falla niður klettastalla innst í firðinum. Prestagil er magnað en það dregur nafn sitt af þjóðsögu er segir frá tröllkonu sem reyndi að tæla prest með sér inn í gilið., og Smjörvogur var einu sinni notaður sem fangelsi því þaðan var ekki hægt að sleppa án aðstoðar. Á Asknesi má sjá minjar hvalveiðistöðvar sem byggð var af Norðmönnum um aldamótin 1900. Stöðin var á þeim tíma sú stærsta í heiminum með um 200 starfsmenn. Ef keyrt er í gegnum þorpið og áfram í austur enda ferðalangar við vitana á Dalatanga (annar frá 1895, hinn 1908) en þar er ótrúlegt útsýni til allra átta.
Á sumrin, á meðan vegurinn er opinn, er lágmarksþjónusta á staðnum fyrir ferðamenn sem sækjast eftir kyrrð, magnaðri náttúru, og endalausum möguleikum til gönguferða. Mættu vel undirbúinn, sérstaklega ef dvelja á í lengri tíma.
Áherslur
Ganga – í leit að besta sjónarhorninu til þess að mynda Klifbrekkufossa. Ef þú ert í stuði þá er hægt að taka sér dag í að ganga yfir í annan af nágrannafjörðunum.
Bragð – kaffi og með því á litla gistiheimilinu sem opnar á sumrin í Brekkuþorpi.
Biltúr – eftir norðurströnd fjarðarins, eins langt og þú kemst, til þess að njóta útsýnisins frá Dalatanga.