Fljótsdalur og nágrenni Hengifoss
Fljótsdalur og ofanvert Fljótsdalshérað umhverfis Lagarfljót er þekkt fyrir veðursæld og skóga. Þar er Hengifoss, einn hæsti foss landsins, og önnur náttúrudjásn eins og Hallormsstaðaskógur ásamt þekktum sögustöðum.
Fyrir útivistarfólk eru Fljótsdalur og nágrenni paradís með ótal göngu- og hjólaleiðir við allra hæfi hvort sem er inni í skógi að upp á sjálft Snæfell sem drottnar yfir dalnum. Vatnajökulsþjóðgarður er einn stærsti þjóðgarður í Evrópu og þar er margt að sjá. Hann er sérstakur á heimsvísu vegna fjölbreyttra landslagsforma sem hafa orðið til vegna samspils eldvirkni og jökla.
Einnig er fróðlegt og skemmtilegt að fara í menningar- og fræðasetrið Skriðuklaustur, gestastofu þjóðgarðsins Snæfellsstofu og Óbyggðasetrið. Ekki má gleyma Lagarfljótsorminum, sem er frægasta skrímsli Íslands og býr í Lagarfljótinu.
Í Fljótsdal og grennd finnurðu fjölbreytta gistimöguleika, frábæra veitingastaði og alskyns afþreyingu fyrir unga sem aldna.