Eskifjörður
Eskifjörður er eins og sýnishorn af Austurlandi, en það má segja að í firðinum sé allt dregið saman sem er heillandi við landshlutann í heild. Samspil sögu og náttúru er töfrandi, en á Eskifirði kemstu í kynni við tignarleg fjöll, náttúruverndarsvæði, svartar strendur, söguna eins og tíminn hafi staðið í stað, og áhugaverða jarðfræði.
Þegar þú nálgast Eskifjörð eftir vegi 92 hringar vegurinn sig um rætur Hólmatinds, sem er stolt og prýði Eskfirðinga. Fjallið er 985 metra hátt og gnæfir yfir fólkvanginn og friðlandið Hólmanes, þar sem göngustígar leiða þig á milli klettamynda og niður í fjöru.
Í þorpinu eru minjar um sögu fiskveiðar og verslunar áberandi en Eskifjörður varð löggildur verslunarstaður árið 1789. Heimsókn í Sjóminjasafn Austurlands setur söguna í samhengi, og heimsókn í Randulffssjóhús veitir persónulega innsýn á svæðið. Sjóhúsið er gömul verbúð þar sem hægt er að sjá vistarverur sjómanna eins og þær voru 1890. Heimsókn þangað er einkar áhugaverð. Sjávarútvegssýningarnar og bragðið af staðbundnu sjávarfanginu á veitingastaðnum tvinnast saman og skapa einstaka stemmingu í húsinu. Á sumrin getur þú leigt bát og veiðafæri og reynt fyrir þér við veiðar á firðinum.
Áherslur
Ganga – innan um klettana og fuglana á Hólmanesi, og svo er alltaf möguleiki á því að hvalir sýni sig undan ströndinni.
Bragð – sýndu hugrekki og smakkaðu hákarl í Randulffssjóhúsi.
Bað – með heimafólki í sundlaug Eskifjarðar, þar eru bæði rennibrautir og heitir pottar.
Bíltúr – eftir vegi 954 til Vöðlavíkur, eyðivíkur þar sem svört strandlengja teygir sig milli hárra fjalla. Nauðsynlegt er að vera á fjórhjóladrifnum bíl.