Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Rithöfundalest(ur) 2024

23. nóvember kl. 20:00
Rithöfundalestin stoppar á Skriðuklaustri klukkan 13:30 sunnudaginn 24. nóvember. Allir velkomnir og upplestarsamkoman verður í streymi fyrir þá sem ekki eiga heiman gengt.
Árleg ferð Rithöfundalestarinnar um Austurland verður 21. -24. Nóvember. Í ár eru það Jón Knútur Ásmundsson sem kynnir Slög, sína nýjustu ljóðabók, Brynja Hjálmsdóttir með sína fyrstu skáldsögu Friðsemd, Hrafnkell Lárusson með áhugaverða bók, Lýðræði í mótun og Rán Flygenring kynnir barnabækurnar Tjörnin og Álfar.
Á hverjum stoppistað verða fleiri útgáfur tengdar Austurlandi kynntar og á Skriðuklaustri bætast aðrir höfundar til að kynna verk sín. Hægt að fylgjast með í streymi - https://www.youtube.com/live/euUpuaIVDwI?si=gLd-UglSMISb5dcw
Opið verður hjá Klausturkaffi og hægt að versla einhverjar bækur á staðnum.
Rithöfundalestin er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar, Skaftfells, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarsviðs Múlaþings og menningar- og atvinnumálanefndar Vopnafjarðarhrepps.
Verkefnið nýtur stuðnings Uppbyggingarsjóðs Austurlands, Síldarvinnslunnar, Alcoa, Atlantsolíu, bókaforlagi Benedikts, bókaforlagsins Angústúru, Bílaleigu Akureyrar og Gistihússins á Egilsstöðum.
Allar upplýsingar um viðburðina er að finna á Facebook-síðum samtarfsaðilanna.
Upplestrarsamkomur Rithöfundalestarinnar 2024:
Fimmtudaginn 21 nóv. á Vopnafirði í Kaupvangi kl. 20:00
Föstudaginn 22. nóv. í Löngubúð, Djúpavogi kl. 20
Laugardaginn 23. nóv. í Tónspili, Neskaupstað kl. 14:00 og Skaftfelli, Seyðisfirði kl. 20:00
Sunnudaginn 24.nóv. á Skriðuklaustri kl:13:30 - viðburðinn verðu líka í streymi.