SÝNINGAROPNUN / OPENING: 5. október kl 17.00
Verið hjartanlega velkomin á sýningaropnun Arnar Alexanders Ámundasonar í sýningarsal Skaftfells!
Titill á sýningu
Örn Alexander Ámundason
5. október – 2. nóvember
Örn Alexander Ámundason
5. október – 2. nóvember
Leiðsagnir með listamanninum verða dagana 25. - 27. október. Nánari tímasetningar verða auglýstar síðar.
Þessi sýning er ekki með neina fagurfræði, engan leik með liti eða form. Það eru engar áleitnar, tilvistarlegar spurningar eða skilaboð til áhorfandans um samfélagsleg vandamál eða náttúruvá. Það eru engar heimspekilegar vangaveltur, enginn leikur, engin ljóðræna, enginn mínímalismi eða konsept.
Titill á sýningu er titill á einkasýningu Arnar Alexanders Ámundasonar í Skaftfelli sem opnar 5. október kl. 17.00. Á sýningunni má sjá ný staðbundin verk sem Örn hefur framleitt sérstaklega fyrir þessa sýningu.
Titill á sýningu er titill á einkasýningu Arnar Alexanders Ámundasonar í Skaftfelli sem opnar 5. október kl. 17.00. Á sýningunni má sjá ný staðbundin verk sem Örn hefur framleitt sérstaklega fyrir þessa sýningu.
Verk Arnars eru varla. Þau eru smávægileg inngrip í rýmið sem þau dvelja í. Ef áhorfandinn veit ekki að þau eru þarna þá gæti hann haldið að hann sé að horfa á leifar af einhverju öðru. Að það sé nýbúið að fjarlægja verkið og að þetta sé það sem á eftir að ganga frá áður en næsta sýning verður sett upp. Þau eru millibilsástand. Þau eru blettur á veggnum sem á eftir að mála eina umferð yfir og lítið rifrildi sem hangir á hefti á veggnum og bíður eftir að einhver kroppi það af.��
Örn Alexander Ámundason (f. 1984) útskrifaðist með MFA-gráðu frá Listaháskólanum í Malmö (2011). Meðal nýlegra sýninga og gjörninga má nefna einkasýningarnar Iðavellir í Listasafni Reykjavíkur (2021) Inngangskúrs í slagverki, Kling og Bang (2020) og Tickle, með Unu Margréti Árnadóttur, Arsenic í Lausanne (2020); Hópsýning í Nýlistasafninu (2015) og Nokkur nýleg verk í Listasafni Reykjavíkur (2016); ásamt Kunsthalle Exnergasse, The Armory Show og Platform Belfast. Ásamt því að vinna að eigin myndlist er Örn stofnmeðlimur listamannarekna rýmisins Open í Reykjavík.
Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði.
/
Title of Exhibition�
Örn Alexander Ámundason�
Oct. 5 – Nov. 2, 2024
Örn Alexander Ámundason�
Oct. 5 – Nov. 2, 2024
Artist talks will be held between 25. - 27. of October and will be advertised later.
This exhibition doesn’t have an aesthetic, no play with colors or shapes. There are no persistent, existential questions or messages to the viewer about social issues or global warming. There are no philosophical ponderings, no games, nothing poetic, no minimalism, and no concept.
Title of Exhibition is a solo exhibition by Örn Alexander Ámundason featuring new works specifically made for this exhibition in Skaftfell Art Center, opening on October 5 at 17.00