Höfundarnir Eva Björg Ægisdóttir og Jón Pálsson koma í heimsókn á Bókasafn Héraðsbúa í tilefni 25 ára afmælis Hins íslenska glæpafélags.
Yfirskrift viðburðarins er Glæpafár um allt land, og mun Ævar Örn Jósepsson, foringi HÍG, stýra umræðum.
Þá mun Eva Björg kynna nýjustu glæpasögu sína, „Kvöldið sem hún hvarf“, sem kemur út 1. nóvember.
Verið öll velkomin á spennandi rithöfundaspjall, 6. nóvember klukkan 17 á Bókasafni Héraðsbúa