Upplýsingar um verð
6900
GILDRAN – LENGI LIFI ROKKIÐ!
Það er komið að því, Gildran mætir í Egilsbúð þann 8. maí og ætlar að rokka feitt og opnar Tónaflug 2024.
Ein magnaðasta rokkhljómsveit Íslandssögunnar fer í gegnum ferillinn og spilar öll bestu lögin, já öll bestu lögin og meira til. Þetta verður veisla!
Ein magnaðasta rokkhljómsveit Íslandssögunnar fer í gegnum ferillinn og spilar öll bestu lögin, já öll bestu lögin og meira til. Þetta verður veisla!
Gildran kom aftur saman aftur haustið 2023 eftir smá pásu og hefur nú leikið nokkra tónleika þar sem alltaf hefur verið uppselt og stemningin frábær en hljómsveitin var stofnuð árið 1985 og fagnar því brátt 40 ára afmæli. Sveitin er skipuð þeim Þórhalli Árnasyni, Karli Tómassyni, Birgi Haraldssyni og Sigurgeiri Sigmundssyni og með þeim er Pálmi Sigurhjartarson á hljómborð.
Ekki missa af Gildrunni – Goðsögn í lifanda lífi svo ekki sé meira sagt!
Miðaverð 6.900 kr. í forsölu
Húsið opnar kl. 20:30 og tónleikarnir hefjast upp úr 21:00 og athugið að það er frí daginn eftir því það er Uppstigningardagur.
Tónleikarnir eru hluti af Tónaflugi í Neskaupstað 2024 sem er samstarfsverkefni SÚN, Hildibrand og Menningarstofu Fjarðabyggðar