Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

    26.-30. júlí

    Franskir dagar eru fjölskylduvæn sumarhátíð, með frönsku ívafi, sem haldin er á Fáskrúðsfirði í lok júlí ár hvert. Fáskrúðsfjörður er stundum kallaður franski bærinn og ekki af ástæðu lausu. Franskir skútusjómenn voru snar þáttur í bæjarlífinu á 18. og 19. öld og reyndar alveg fram á 20. öldina. Það er ekki fyrr en upp úr 1920 sem frönsku skútunum fer fækkandi í firðinum. Tengslin við gömlu sjávarbæina á norðurströnd Frakklands eru enn sterk. Til marks um það eru götuskiltin á Fáskrúðsfirði bæði á íslensku og frönsku.

    Dagskrá hátíðarinnar er ávallt fjölbreytt og skemmtileg en boðið er upp á tónleika, útiskemmtanir, brekkusöng og dansleiki svo dæmi séu nefnd. Þá er þessi skemmtilega sumarhátíð örugglega sú eina á landinu sem heldur Íslandsmeistaramót í franska kúluspilinu Pétanque. Franskir dagar eru einnig lífstílsdagar með holla og hressandi hreyfingu í boði, til dæmis hjólreiðakeppnina Tour de Fáskrúðsfjörður og Fáskrúðsfjarðarhlaupið.

    Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á Facebooksíðu Franskra Daga.

    Leaflet | © OpenStreetMap contributors

    GPS punktar

    N64° 55' 47.889" W14° 0' 30.403"

    Staðsetning

    Fáskrúðsfjörður