Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Aðventustund í Hallormsstaðaskóla

3. desember kl. 12:00-17:00
Aðventustund í Hallormstaðaskóla
 
Dagsetning: 3. desember 2023
Tími: 12:00 - 17:00
Staðsetning: Hallormsstaðaskóli
 
Jólaandinn verður allsráðandi í Hallormsstaðaskóla þann 3. desember!
 
Nemendur bjóða gesti velkomna í skólann og er þetta kjörið tækifæri til að komast í jólaskap og kynnast um leið starfsemi skólans. Nemendur munu m.a. miðla af þekkingu sinni um jurtir og plöntur, handverk og sjálfbæra hugmyndafræði.
Allir ættu að geta skemmt sér vel þar sem sungin verða jólalög, spilað á spil, auk þess sem selt verður handverk nemenda svo sem jólaskraut og aðrir munir úr staðbundnum hráefni, einnig verða seldar gamaldags íslenskar smákökur og fleira. Allur ágóði rennur í námsferð þar sem nemendur fara að heimsækja sérfræðinga, smáframleiðendur og fyrirtæki á Norðurlandi og kynnast enn frekar hvernig hægt er að nota staðbundið hráefni til skapandi sjálfbærni.
Nemendur vilja hvetja gesti til að koma með ílát eins og krukkur eða poka fyrir smákökur, jurtasölt, granola og fl.
 
Kveikt verður í arninum og skólinn býður öllum gestum heitt súkkulaði eða kaffi og nemendur munu með ánægju deila töfrum skólans með gestum

GPS punktar

N65° 5' 43.444" W14° 44' 18.435"

Staðsetning

Hallormsstaðaskóli