Aðventustund fjölskyldunnar í Norðfjarðarkirkju er síðasta samvera sunnudagaskólans fyrir jól. Öll fjölskyldan velkomin, börn á öllum aldri, mömmur og pabbar, ömmur og afar, frændur og frænkur.
Biblíusaga, brúðuleikhús, Nebbi nú og fjársjóðsleitin. Eftir stundina söfnumst við saman í safnaðarheimilinu, skreytum piparkökur og drekkum heitt kakó. Allir hjartanlega velkomnir!